Jólastund í Grundarfirði

Senn líður að jólum og verður aðventunni fagnað í Grundarfirði laugardaginn 29. nóvember.  

Sýndu hvað í þér býr!

Næsta námskeið í félagsmálafræðslu verður haldið á Grundarfirði dagana 3.-4. desember. Námskeiðið hefst klukkan 18:00 og stendur til 22:00 báða dagana. Allir velkomnir.  

Fréttatilkynning frá bæjarstjórn:

AÐGERÐAÁÆTLUN GRUNDARFJARÐARBÆJARAðgerðaáætlun Grundarfjarðarbæjar er lögð fram til þess að bregðast við því alvarlega ástandi sem nú er uppi í efnahags-, atvinnu- og fjármálalífi þjóðarinnar. Minnkandi tekjur bæjarsjóðs, aukinn kostnaður og fjöldi vísbendinga um þrengingar í fjármálum sveitarfélaga, fyrirtækja og heimila, kalla á skýr skilaboð um meginlínur og markmið í viðbrögðum Grundarfjarðarbæjar.  Þær áherslur sem hér eru kynntar munu endurspeglast í fjárhagsáætlanagerð stofnanna og fyrirtækja bæjarins. Meginmarkmið Grundarfjarðarbæjar við þær aðstæður, sem nú eru uppi, er ábyrg fjármálastjórn, stöðugleiki í rekstri og trygging grunnþjónustu fyrir íbúa.   Samkomulag  hefur náðst milli meirihluta og minnihluta bæjarstjórnar um þær megináherslur sem hér eru kynntar, enda telur bæjarstjórn nauðsynlegt að starfa náið saman við þær aðstæður sem nú eru uppi.   Sátt  er um eftirfarandi áherslur og verkefni:  

Stefnumót á bókasafninu

Sú ósk hefur komið fram á fundi með fræðslu- og menningarmálanefnd að ákveðin stund verði frátekin fyrir samverustund fjölskyldunnar. Þá geti foreldrar komið með börn sín og spjallað saman og lesið upp fyrir þau sögur. Þessi stund verður framvegis á miðvikudögum frá kl. 16:30.   Hvað þá með afa og ömmu og frændfólkið? Því er velkomið að koma líka ...   Í stuttu máli:  Fjarnemar í heimabyggð eftir kl. 16:30 á þriðjudögum. Samverustund fjölskyldunnar kl. 16:30-18:00 á miðvikudögum. Stund stórfjölskyldunnar frá kl. 18:00-20:00 á fimmtudögum. Krakkar!

POZOSTAŁE Literatura

DLA DZIECI I MŁODZIEżY   Pólsku barnabækurnar eru komnar. Við höfum þær í millisafnaláni. Látið pólska vini og starfsfólk vita sem fyrst.       

Er lögheimili þitt rétt skráð?

Með tilvísum til laga nr. 73/1952 um aðsetursskipti, er hér með vakin athygli á þeirri skyldu íbúa að tilkynna um aðsetursskipti. í síðasta lagi 30. nóvember 2008. Eyðublöð fást á bæjarskrifstofunni og einnig á vef Hagstofunnar, www.hagstofa.is. Athugið að þetta á við  bæði um flutning milli sveitarfélaga og innanbæjar. Atvinnurekendur eru jafnframt hvattir til að brýna fyrir fólki, sem þeir ráða til starfa, að tilkynna aðsetursskipti ef búseta þeirra er í Grundarfirði. Upplýsingar og aðstoð fást á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar að Grundargötu 30 og þangað ber að skila tilkynningum um aðsetursskipti.

Velferðarvaktin í Grundarfirði

Velferðarvaktin í Grundarfirði    Myndaður hefur verið hópur fólks í Grundarfirði sem fær það hlutverk að vera á velferðarvakt í samfélaginu.   Czuwanie nad dobrobytem społecznym w Grundarfjörður   Powołana  została w Grundarfjörður grupa osób, których zadaniem jest czuwanie nad dobrobytem społeczeństwa.   Po dalsze informcje, kliknij meira...  

Gott gengi í frjálsum á HSH móti

Keppendur, 8. ára og yngri   Héraðsmót HSH í frjálsum var haldið í Ólafsvík laugardagin 8 nóv.  Alls voru 32 keppendur frá UMFG á aldrinum 6 – 16 ára.  Mótið gekk vel fyrir sig og voru keppendur 8 ára og yngri búnir með sína keppni á klukkutíma og gátu þá sest  niður og borðað nestið sitt, því svona hörkukeppni útheimtir mikla orku.  Keppendurnir stóðu sig öll með afbrigðum vel og voru flestir í 11 ára og eldri sem fóru klifjaðir heim af verðlaunapeningum.  Að vanda vöktu krakkarnir okkar athygli fyrir að vera öll í eins keppnisbolum og hvað þau stóðu sig vel. KH.  

Forvarnardagurinn í Grunnskóla Grundarfjarðar

Forvarnardagurinn var haldinn í þriðja sinn þann 6. nóvember.  Nemendur í 9. bekk um allt land eru þátttakendur í forvarnardeginum.  Nemendur í 9. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar létu ekki sitt eftir liggja og dagskráin byrjaði á því að Tómas Freyr Kristjánsson, fulltrúi Ungmennafélagsins, kom í heimsókn.  Hann afhenti nemendum upplýsingar um net-ratleik og gaf þeim penna.  Tómas Freyr spjallaði síðan við nemendur um það sem Ungmennafélagið hefur upp á að bjóða og nemendur spurðu hann spurninga.  Þar kom m.a. fram að mikill áhugi er meðal nemenda á að æfa handbolta.