Stofnlögn tengd.

Á morgun, laugardaginn 20. september verður stofnlögn tengd á móts við áhaldahús. Þ.a.l. verður vegurinn þar grafinn í sundur og verður því aðkoma að íþróttahúsi og skóla frá Ölkelduvegi. En þar sem það þarf að taka vatnið af skólahúsnæði þá verður íþróttahúsið og sundlaugin lokuð á morgun.

Uppskeruhátið UMFG

Uppskeruhátiðin verður mánudaginn 22 september kl. 20:00 í samkomuhúsinu.  Verður þetta með hefbundu sniði eins  og undafarin ár.   Boðið verður upp á léttar veitingar.  Svo langar okkur að minna á að enn vantar okkur gott  fólk í frjálsíþróttaráð.  Það eru 3 í þessu ráði og vantar þá alla.  Ef einhverjir hafa áhuga endilega hafið samband við okkur í stjórninni.  Eins vantar duglegn og áhugasaman  formann í skíðaráðið. 

Náttúrustofuþing á Snæfellsnesi

Föstudaginn 26. september bjóða náttúrustofur til opinnar ráðstefnu í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði frá kl. 14:00-18:15. Þar munu náttúrustofurnar og boðsfyrirlesarar flytja fyrirlestra um ýmis áhugaverð málefni. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar er að finna hér.

Ráðstefna um byggingararf, skipulag og list í landslagi

Menningarráð Vesturlands og Háskólinn á Bifröst halda sameiginlega ráðstefnu um byggingararfinn, skipulag, íslenska byggingarlist í dreifbýli og list í landslagi  á Bifröst laugardaginn 27. september kl 13.00 til 16.00. Ráðstefnan er öllum opin og eru allir sem hafa áhuga á menningarstarfi, skipulagsstarfi og listum hvattir til að taka þátt í þessari ráðstefnu. Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis. Nánari upplýsingar finnast hér.

Blóðbankabíllinn

Blóðbankabíllinn verður í Grundarfirði við Samkaup-úrval, þriðjudaginn 23. september 2008 kl. 12.00 - 17.00 Allir velkomnir.     

Viðvörun vegna veðurs

Aðfararnótt miðvikudags er spáð hvössu suðvestan roki með tilheyrandi rigningu. Af því tilefni viljum við benda fólki á að ganga frá lausum munum á lóðum sínum og er tilvalið að drífa sig í að ganga frá sumarhúsgögnum á pöllum ef ekki er nú þegar búið að því. 

Fjallskilaboð 2008

Lögð voru á fjallskil fyrir árið 2008 og ákveðnir gangnadagar/réttardagar. Vorskoðun búfjáreftirlitsmanna voru grundvöllur fjallskila 2008. Fyrri göngur eru laugardaginn í 22. viku sumars eða þann 20. september 2008 og réttað sama dag. Seinni göngur eru laugardaginn í 24. viku sumars eða þann 4. október 2008 og réttað sama dag. Réttað verður að Hömrum og Mýrum.

Bæjarstjórn krefst þess að Landsnet hf. og RARIK ohf. bæti þjónustu sína

Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar þ. 11. september sl. var rætt um vandræði sem höfðu verði þann dag vegna rafmagnsleysis í bænum og nærsveitum.  Straumrof með tilheyrandi tjóni fyrir framleiðslufyrirtæki og alla aðra starfsemi þykja vera of tíð og eigi sér ekki eðlilegar skýringar í ófyrirséðum bilunum.  Bæjarstjórnin setti fram eftirfarandi kröfur:   "Áskorun til iðnaðarráðherra, stjórnar Landsnets hf. og stjórnar RARIK ohf.: Bæjarstjórn Grundarfjarðar lýsir yfir þungum áhyggjum af afhendingaröryggi rafmagns í Grundarfirði í ljósi síendurtekins rafmagnsleysis. Bæjarstjórn krefst þess að RARIK ohf. og Landsnet hf. láti nú þegar gera úttekt á flutnings- og dreifikerfi rafmagns í Grundarfirði og geri viðeigandi ráðstafanir til þess að tryggja afhendingaröryggi rafmagns í bæjarfélaginu."  

Bæjarstjórn tekur undir kröfugerð Sambands íslenskra sveitarfélaga um lausn á fjárhagsvanda sveitarfélaga

Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar þ. 11. september sl. var kynnt áskorun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga á ríkisstjórnina um að lausn verði fundin á fjárhagsvanda sveitarfélaga.  Þess er m.a. krafist að 1.400 mkr. framlag til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði viðhaldið áfram á næstu árum en það ætti að renna út um næstu áramót.  Einnig er þess krafist að lög um fjárhagslegan stuðning við fráveituframkvæmdir verði framlengd.  Þá er þess einnig krafist að varasjóði húsnæðismála verði tryggðir fjármunir til að sinna hlutverki sínu og að Jöfnunarsjóði sveitarfélaga verði tryggðir fjármunir til þess að styðja við sameiningu sveitarfélaga.  Stjórnin hefur áhyggjur af því að mörg sveitarfélög séu að komast í afar erfiða stöðu og verði vart fær um að sinna

Rökkurdagar 2008

Rökkurdagar verða haldnir í Grundarfirði dagana 24. til 26. október. Yfirskriftin að þessu sinni er Skelfing í skammdeginu - uppákomur fyrir alla fjölskylduna. Dagskráin verður nánar auglýst síðar. Af tilefni rökkurdaga fer í gang smásögusamkeppni. Samdar skulu drauga- eða spennusögur að hámarki fimmhundruð orð og er skilafrestur 10. október. Grundfirðingar á öllum aldri geta tekið þátt og eru vegleg verðlaun í boði. Sögum skal skilað á bæjarskrifstofuna.   Fræðslu- og menningarmálanefnd