Sendiherra Frakklands heimsótti Grundarfjörð

Philippe O’Quin, sendiherra Frakklands á Íslandi, varði deginum í Grundarfirði í gær en hann er afar áhugasamur um tengsl bæjarins við vinabæinn, Paimpol í Frakklandi. Sendiherrann heimsótti fiskvinnslufyrirtækið G.Run sem flytur megnið af sínum afla til Frakklands, borðaði hádegisverð á Bjargarsteini, skoðaði Grundarkamp og fékk kynningu á samskiptum Grundfirðinga og Frakka í fortíð og nútíð, sem og framtíðarplön um heimsóknir milli vinabæjanna tveggja.        

Bæjarstjórnarfundur

203. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar, fimmtudaginn 9. mars 2017, kl. 16:30.  

Hugmyndasmiðja um Gestastofu Snæfellsness á Breiðabliki

    Laugardaginn 11. mars verður haldin hugmyndasmiðja um sameiginlega Gestastofu Snæfellsness. Hugmyndasmiðjan verður haldin á Breiðabliki kl 10:30-13:30 og eru allir velkomnir sem vilja láta sig málið varða. Smelltu hér fyrir auglýsinguna í stærri útgáfu.

Viðvera og viðtalstímar atvinnuráðgjafa

  Ýtið á myndina til að fá hana stærri.  

Háls-, nef og eyrnalæknir

Þórir Bergmundsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslunni Grundarfirði mánudaginn 6. mars n.k. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, í síma 432 1350.    

Bókaverðlaun barnanna

Börnin kjósa bestu bókina   Veggspjöld með bókum ársins 2016 eru í grunnskóla og á bókasafninu. Einnig má skoða það á vef Borgarbókasafnsins. 1,2 MB.   Skilafrestur er til 25. mars og má skila til Þórdísar úti í skóla og á bókasafnið í Sögumiðstöðinni. Sækja má atkvæðaseðla í skóla og á bókasafn þegar nær dregur.   Á Bókasafni Grundarfjarðar verður dregið úr innsendum seðlum og bókaverðlaun veitt tveimur börnum, öðru úr 1.-3. bekk og hinu úr 4.-6. bekk.     Athugið. Skilafrestur á veggspjaldi er rangur. 25. MARS er rétt.    Stærra veggspjald er á þessari síðu.     Fylgist með á Facebook og LÍKIÐ við.    

Myndir og glærur frá íbúafundi

Íbúafundur var haldinn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar 20. febrúar sl. Ágætlega var mætt á fundinn, sem þótti upplýsandi.    

Íbúafundur

  Íbúafundur verður haldinn í Samkomuhúsi Grundarfjarðar mánudaginn 20. febrúar nk., kl. 20:00.   Á fundinum verður farið yfir fjármál sveitarfélagins, viðhalds- og fjárfestingaráætlun ársins, aðrar framkvæmdir í sveitarfélaginu og atvinnumál. Einnig verður farið yfir sorpflokkun og endurvinnslu.   Tökum virkan þátt í mótun samfélagsins!   Grundarfjarðarbær    

Íbúaþing í Gestastofu þjóðgarðsins að Malarrifi

 

Uppbyggingarsjóður Vesturlands – Viðtalstímar

Starfsmenn SSV bjóða upp á viðtalstíma á neðangreindum stöðum þar sem veittar verða upplýsingar um gerð umsókna í Uppbyggingarsjóð Vesturlands.