Jákvæð afkoma Grundarfjarðarbæjar árið 2016

Ársreikningar Grundarfjarðarbæjar A- og B- hluta sjóða fyrir árið 2016 voru lagðir fram á fundi bæjarstjórnar 6. apríl  2017.   Heildartekjur samstæðunnar allrar voru 965 m. kr., en heildarútgjöld hennar þegar tekið hefur verið tillit til afskrifta að fjárhæð 47,2 m. kr. voru 870,1 m. kr.    

Nýir pottar og betra aðgengi að Sundlaug Grundarfjarðar

    Undanfarnar vikur hafa staðið yfir breytingar og endurbætur á sundlaug bæjarins. Komnir eru tveir nýir pottar og verða góðar tröppur með handriði settar við þá til að auðvelda aðgengi að pottunum. Einnig er verið að breyta stiganum ofan í sundlaugina og verður hann meira aflíðandi ofan í laugina sem gerir aðgengi í hana auðveldari. Þá er verið að mála búningsklefana, endurnýja grindverkið í kringum sundlaugargarðinn og að lokum verður restin af grasinu í garðinum fjarlægð og gervigras sett í staðinn.  

Sænsk ungmenni í Grundarfjarðarkirkju

Vikarbyn og Vattnäs spelmannslag er hópur 23 ungmenna sem spila á fiðlu. Þau eru á aldrinum 13-15 ára.  Hópurinn spilar hefðbundna tónlist frá Dalarna, Svíþjóð og öðrum norðurlöndum auk írskra þjóðlaga. Þau hafa áður heimsótt Írland og nú hlakka allir til þess að kynnast hinni stórkostlegu náttúru Íslands og tónlistararfi.    

Kynningarfundur um strandhreinsun og plastpokalaust Snæfellsnes

      Kynningarfundur um Burðarplastpokalaust Snæfellsnes og Norræna strandhreinsunardaginn á Snæfellsnesi verður haldinn á skrifstofu Svæðisgarðsins í Grundarfirði, Grundargötu 30, þann 12. apríl 2017 kl 15:00. Hægt er að fylgjast með verkefninu Burðarplastpokalaust Snæfellsnes á Facebook.  

Bæjarstjórnarfundur

204. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn miðvikudaginn 5. apríl 2017, í Ráðhúsi Grundarfjarðar, kl. 16:30.   Dagskrá:    

Sumarstörf 2017

Ath. framlengdur umsóknarfrestur um sumarstörf hjá Grundarfjarðarbæ til 1. maí nk.   Grundarfjarðarbær leitar að sumarstarfsmönnum sem hafa ríka þjónustulund, eru stundvísir, áreiðanlegir og vinnufúsir.   Laus eru til umsóknar sumarstörf við eftirtaldar stofnanir:   

Tímabundin niðurfelling gatnagerðagjalda vegna nýbygginga í þéttbýli

Bæjarstjórn Grundarfjarðar hefur samþykkt að fella tímabundið niður gatnagerðargjöld vegna nýbygginga íbúðarhúsnæðis í þéttbýli Grundarfjarðar.   Þessi niðurfelling gatnagerðagjalda gildir fyrir byggingar fyrirtækja og einstaklinga á lóðum við þegar tilbúnar götur. Tuttugu lóðir eru lausar í þéttbýlinu.  

Elsti Grundfirðingurinn 95 ára

    Elna Bárðarson, íbúi á Fellaskjóli, fagnaði 95 ára afmæli sínu laugardaginn 18. mars og er hún elsti núlifandi Grundfirðingurinn. Það var að sjálfsögðu slegið upp veislu í tilefni dagsins og var vel mætt.    Grundarfjarðarbær óskar Elnu innilega til hamingju með 95 ára afmælið!   

Sérstakur húsnæðisstuðningur

     Þann 1. janúar 2017 tóku  gildi ný lög um húsnæðisbætur og sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélaga. Sveitarfélögin á Snæfellsnesi hafa nú samþykkt reglur um sérstakan húsnæðisstuðning og mun Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga sjá um móttöku og afgreiðslu umsókna.  

Auglýsing um deiliskipulagstillögu á vinnslustigi

  Grundarfjarðarbær vinnur að deiliskipulagstillögu fyrir áningarstað vestan við brúna yfir Kolgrafafjörð. Megintilgangur með skipulagningu svæðisins er að bæta öryggi vegfarenda við brúna með því að skilgreina þar áningarstað, stýra umferð fólks um svæðið og vernda náttúru þess. Á áningarstaðnum er gert ráð fyrir bílastæðum og hjólastæðum, byggingarreit fyrir þjónustubyggingu og aðstöðu til áningar. Ennfremur útsýnispalli á grjótvarnargarði beggja vegna brúar ásamt skýlum til náttúruskoðunar. Þá er gert ráð fyrir gönguleið frá nýjum áningarstað að áningarstað Vegagerðarinnar í grennd við bæinn Eiði. Nánar er vísað í kynningargögn.