Íþróttahúsið iðar nú af lífi og tugir krakka sækja þar myndlistarnámskeið, leiklistarnámskeið og dans- og fimleikanámskeið, því þessa vikuna standa yfir ævintýranámskeið fyrir börn og ungmenni - og reyndar líka fullorðna. Grundarfjarðarbær fékk til liðs við bæjarbúa fjöllistamanninn Örn Inga ásamt 2 dans- og fimleikastúlkum frá Akureyri. Sjá þau um námskeiðin, ýmsa viðburði og sitthvað óvænt og skemmtilegt þessa vikuna og á hátíðarhelgi Grundfirðinga, Á góðri stund.