Á góðri stund - dagskráin í dag

Kl. 16.00 Hin árlega hátíðargrillveisla við matvöruverslunina Samkaup strax. Götuleikhús skemmtir í leik, tali og tónum.   Kl. 18.00 Útgáfutónleikar Sex í sveit í Krákunni. Flutt verða lög af nýjum geisladiski sveitarinnar Synir þessarar þjóðar. Aðgangseyrir 1.000 kr.   Kl. 20.00 Tónleikar Mána og Sylvíu í Grundarfjarðarkirkju. Þau hafa fyrir löngu skipað sér sess í tónlistarsögu Grundfirðinga.   Kl. 20.00 Grundfirska unglingahljómsveitin Dúndur spilar fyrir alla aldurshópa í Félagsmiðstöðinni Eden.   Kl. 21.00 Kvöldvaka við brennu á Grundarkampi. Götuleikhús og óvæntir eldhugar.   Kl. 22.00 Rauðir fiskar spila í Krákunni. Aðgangseyrir 1.000 kr.   Kl. 23.00 Sálin hans Jóns míns leikur fyrir dansi fram eftir nóttu í Samkomuhúsi Grundarfjarðar. Aðgangseyrir 2.500 kr. Ath. aldurstakmark 18 ár.   Kl. 23.30 Hljómsveitin Dúndur spilar í Félagsmiðstöðinni Eden. Aldurstakmark 16 ár. Aðgangseyrir 400 kr. Notkun vímuefna er með öllu óheimil á tónleikunum.   Kl. 24.00 Dansleikur á Kaffi 59. Hljómsveitin Úlrik heldur uppi stemmningu langt fram eftir nóttu. Aðgangseyrir 1.000 kr.   Kl. 24.00 Hin stórskemmtilega hljómsveit Gilitrutt spilar í Krákunni. Aðgangur ókeypis.

Gróðursetningarátak

Þessa dagana stendur Grundarfjarðarbær fyrir átaki í gróðursetningu trjáplantna. Plöntur verða settar niður á skólalóð,  í þríhyrningi, við hinar nýju íbúðir eldri borgara á Hrannarstíg og í jarðvegsmön á iðnaðarsvæði. Verkefnið er í umsjá Þórðar Runólfssonar frá Garðyrkjustöðinni Syðra - Lágafelli í Miklaholtshreppi. Plönturnar eru í heildina um 600 talsins og er áætlað að búið verði að planta þeim um hádegisbil á morgun. Í undirbúningi er einnig að gróðursetja aspir á völdum svæðum í bænum í ágúst nk. Plöntur á skólalóð  

Heimamenn báru sigur úr býtum

Skemmtiferðaskipið Funchal lá við bryggju í Grundarfjarðarhöfn miðvikudaginn 20. júlí. Áhöfn skipsins og grundfirskir piltar öttu kappi saman í fótbolta í gær. Mikið fjör var á vellinum og fóru heimamenn með sigur af hólmi. Heimamenn hvíldu til skiptis

Opnunartími gámastöðvar

Gámastöðin verður opin á föstudag kl. 16.30-18.00 en verður lokuð á laugardag og mánudag.  

Sorphirða í dag

Í dag, fimmtudag, er sérstakur sorphirðudagur vegna bæjarhátíðarinnar sem er að ganga í garð. Einnig er minnt á reglulegan sorphirðudag á mánudaginn nk.

Húsbílaklúbburinn í Grundarfirði

Húsbílaklúbburinn er á ferð um Snæfellsnesið og rann fylkingin inn í Grundarfjörð um kl. 4  í dag. Bílarnir eru um 50 talsins og ætlar hópurinn að halda til á tjaldstæðinu við íþróttahúsið í nótt.    Húsbílarnir þegar þeir komu í bæinn

Frá frjálsíþróttaráði.

Barnamót HSH   Keppendur UMFG á barnamóti HSH   Barnamót HSH í frjálsum íþróttum fyrir 11 ára og yngri, var haldið hér í Grundarfirði þriðjud 12 júlí.  Ágæt þátttaka var í mótinu og nýttu grundfirðingar sér það að halda mótið  og fjölmenntu.  Búið var að laga hlaupabrautirnar og skipta um sand í langstökksgryfjunni til að hægt væri að halda mótið.  Krökkunum frá UMFG gekk stórvel bætt flest sína árangra allverulega.  

Hátíðin krydduð - og kvikmynduð

Íþróttahúsið iðar nú af lífi og tugir krakka sækja þar myndlistarnámskeið, leiklistarnámskeið og dans- og fimleikanámskeið, því þessa vikuna standa yfir ævintýranámskeið fyrir börn og ungmenni - og reyndar líka fullorðna. Grundarfjarðarbær fékk til liðs við bæjarbúa fjöllistamanninn Örn Inga ásamt 2 dans- og fimleikastúlkum frá Akureyri. Sjá þau um námskeiðin, ýmsa viðburði og sitthvað óvænt og skemmtilegt þessa vikuna og á hátíðarhelgi Grundfirðinga, Á góðri stund.  

Dans- og fimleikanámskeið vel sótt

Námskeiðin eru hluti af ævintýranámskeiði sem fjöllistamaðurinn Örn Ingi frá Akureyri annast. Þær Gerður og Alma Rún sjá um þennan hluta námskeiðsins og voru krakkarnir mjög ánægð þegar ljósmyndara bar að garði. Afraksturinn verður sýndur á hátíðinni.  

Skemmtiferðaskipið Funchal kemur á morgun

Skemmtiferðaskipið Funchal kemur til hafnar hér í Grundarfirði í fyrramálið kl. 08:00. Skipið verður hér allan daginn og fer aftur kl. 20:00. Kl. 15:30 verður knattspyrnuleikur milli áhafnar Funchal og grundfirskra pilta á fótboltavellinum. Grundfirðingar eru hvattir til þess að mæta á völlinn og hvetja sína menn til dáða!