Danskir dagar í Stykkishólmi

Danskir dagar, bæjarhátíð Hólmara, verða haldnir hátíðlegir um næstu helgi 12.-14. ágúst. Þetta er í 12. sinn sem Danskir dagar eru haldnir í Hólminum og samkvæmt venju verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá.   Helst er þó sjálfsagt að telja komu Jakobs Sveistrup í Hólminn en hann var sem kunnugt er, flytjandi framlags Dana í Eurovision í vor með lagið Talking to you.   

Vefsíða fyrir fólk sem vill verða samferða

Eftirfarandi frétt birtist á vef Bæjarins besta, http://www.bb.is/:   Vefsíða fyrir ferðalanga sem vilja deila bensínkostnaði hefur verið komið upp á Internetinu. Smiður síðunnar er Ísfirðingurinn Birgir Þór Halldórsson. „Hugmyndin kom frá Anitu Hübner í sumar en í heimalandi hennar Þýskalandi eru slíkar síður vel þekktar. Síðan kom svo upp rétt fyrir verslunarmannahelgi og er enn það ný að hún er ekki mjög þekkt en fólk hefur þó tekið hugmyndinni vel“, segir Birgir.  

Glæsilegur hópur frá UMFG.

  Pæjumótskeppendur ásamt þjálfurum og fararstjórum. Á myndina vantar Katrínu markmann 7. fl   Það voru 30 stelpur og heill hellingur af foreldrum frá UMFG sem tóku þátt í Pæjumótinu á Siglufirði nú um helgina. Tjaldbúðir UMFG voru á góðum stað í bænum og nutum við öll gestrisni “ Gunnu frænku” ( systir Stínu Finna, Selmu, Nilla og Finna í Krákunni) þar sem að tjaldbúðirnar voru nánast í bakgarðinum hjá henni. UMFG var með lið 7.,6., 5. og 4. fl öll liðin stóðu sig með ágætum og var mikil gleði ríkjandi hjá keppendum.  

Farþegaskip í Grundarfirði

Enn eitt farþegaskipið lagðist að bryggju hér í Grundarfirði í morgun. Að þessu sinni er það Bremen sem er í ferð um Norður Atlantshaf frá Þýskalandi með viðkomu í Danmörku, Skotlandi (Orkneyjum og Hjaltlandi), Færeyjum og svo lýkur ferðinni hér á Íslandi.   Bremen við bryggju í Grundarfirði

Skóflustunga að viðbyggingu leikskólans

Fyrsta skóflustunga að viðbyggingu við leikskólann Sólvelli var tekin í gær af Hildi Sæmundsdóttur. Þar sem jarðvinnu á að vera lokið áður en leiksólinn hefst að loknu sumarleyfi, 17. ágúst dugðu engin vettlingatök við verkið og var skóflustungan af stærri gerðinni eins og sést á meðfylgjandi mynd.   Hildur Sæmundsdóttir tók fyrstu skóflustunguna að viðbyggingunni  

Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2005/2006

Samkvæmt reglugerð sem sjávarútvegsráðherra setti 4. ágúst fær Grundarfjörður úthlutað 140 tonnum í byggðakvóta fyrir næsta fiskveiðiár.  Sjá nánari upplýsingar um reglugerðina og úthlutunina á heimasíðu sjávarútvegsráðuneytisins.   Úthlutun byggðakvóta (pdf-skjal)  

Grundarfjarðarbæ færður bekkur að gjöf

Föstudaginn 22. júlí sl. var Grundarfjarðarbæ afhentur að gjöf, bekkur sem staðsettur er á kirkjutúninu við Hrannarstíg. Það er Guðmunda Hjartardóttir, sem býr nú að Hrannarstíg 28, í nýrri íbúð eldri borgara, sem gefur bekkinn í minningu eiginmanns síns, Jóns Hanssonar, sem lést árið 2001.  

Gámastöðin lokuð um helgina

Gámastöðin verður lokuð laugardaginn 30. júlí og mánudaginn 1. ágúst. 

Golfklúbburinn Vestarr 10 ára í dag

Golfklúbburinn Vestarr í Grundarfirði er 10 ára í dag. Klúbburinn var stofnaður 27. júlí árið 1995. Stofnfélagar voru um 20 talsins og eru skráðir félagar í dag rúmlega 100. Afmælishátíð verður haldin þann 10. ágúst nk. með golfmóti og öðru tilheyrandi. Í tilefni afmælisins verður haldið golfmót á Bárarvelli í dag kl. 17:00. Mótið er paramót og eru allir velkomnir!

Skemmtiferðaskip í Grundarfjarðarhöfn

Skemmtiferðaskipið Le Diamant kom til Grundarfjarðarhafnar kl. 13:00 í dag. Farþegar á skipinu eru um 200 talsins og fór meirihluti hópsins í ferð kringum Snæfellsjökul í dag. Farþegarnir eru allir franskir. Skipið leggur úr höfn kl. 20:00 í kvöld.   Silja Rán, Erna, Guðlaug og Alma Jenný tóku prúðbúnar á móti farþegum skipsins