Framtíðarsýn í ferðaþjónustu á Snæfellsnesi

Í tengslum við ákvörðun sveitarfélaganna fimm á Snæfellsnesi um að leita eftir vottun  frá umhverfisvottunarsamtökunum Green Globe 21 fer nú fram vinna að stefnumótun um framtíðarsýn í ferðaþjónustu á Snæfellsnesi.   Leitað er eftir tillögum og hugmyndim um allt það sem snýr að ferðaþjónustu á Snæfellsnesi. Boðið verður upp kaffi á fundunum sem verður í Grundarfirði Fimmtudaginn  20. nóvember í Samkomhúsinu Grundarfirði. Stjórnandi: Ragnhildur Helga Jónsdóttir, UMÍS ehf. Environice, Borgarnesi   FUNDURINN HEFST KL. 20:30

Minnisvarði um Edduslysið afhjúpaður

Næst komandi sunnudag 16. nóvember verða liðin 50 ár frá því að síldveiðiskipið Edda GK 25 fórst í aftakaverðri hér út á Grundarfirði. Sjómannadagsráð Grundarfjarðar hefur að undanförnu undirbúið uppsetningu minnisvarða um þetta hræðilega slys. Ráðið leitaði til Árna Johnsen um gerð minnisvarðans sem reistur verður við Grundarfjarðarhöfn.  

Reglur um úthlutun byggðakvóta

Bæjarráð Grundarfjarðar hefur gert tillögu til Sjávarútvegsráðuneytisins að úthlutunarreglum vegna úthlutunar 18 þorskígildistonna er úthlutað hefur verið til Grundarfjarðar.  

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn október 2003 - samanburður 2002

Í Grundarfjarðarhöfn var landaður afli í október 1.327.739 kg en í október 2002 1.229.798 kg.   Hér fyrir neðan er aflinn sundurskiftur eftir tegundum bæði árin.   Skipakomur í Grundarfjarðarhöfn þ.e. landanir á fiski á síðasta fiskveiðiári voru 2.693.  

Verndarsvæði Breiðafjarðar

Á bæjarstjórnarfundi 16. október sl. samþykkti bæjarstjórn ályktun um verndarsvæði Breiðarfjarðar.   Bæjarstjórn Grundarfjarðar samþykkir að kannað verði hvort hægt sé að breyta mörkum verndarsvæðis Breiðafjarðar, þannig að Grundarfjarðarbær standi utan þess og/eða aðrir möguleikar kannaðir er myndu einfalda stjórnsýslu vegna verndunar Breiðafjarðar.  

48. Stjórnarfundur

48. stjórnarfundur Eyrbyggja 4. nov. 2003  kl 20:00 í Lágmúla í Reykjavík.   Viðstaddir: Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Orri Árnason, Guðlaugur Þór Pálsson, Bjarni Júlíusson, Hafdís Gísladóttir, Hermann Jóhannesson.  

Fundur um málefni unglinga

Þriðjudagskvöldið 28. október s.l. stóð íþrótta- og tómstundanefnd fyrir fundi undir yfirskriftinni ,,Vitið þið hvað unglingarnir gera eftir skóla?” Tilgangur fundarins var að kynna fyrir foreldrum þá félagsstarfsemi sem unglingum í Grundarfirði stendur til boða. Erindi voru flutt frá UMFG; Pjakki, unglingadeild björgunarsveitarinnar, Tilveru, Félagsmiðstöðinni Eden, KFUM & K og kynntur var nýstofnaður skátahópur. Á fundinum kom fram að unglingar á grunnskólaldri geta haft nóg fyrir stafni en í vetur geta þau sótt félagsstarfsemi af einhverju tagi 6 kvöld vikunnar og er þá ótalið allt íþróttastarf UMFG. Fundurinn var vel sóttur bæði af foreldrum og unglingunum sjálfum. Almennar umræður sköpuðust að erindaflutningi loknum.  

Fjárhagsáætlunargerð

Undirbúningur fjárhagsáætlunar Grundarfjarðarbæjar og stofnana 2004 stendur nú yfir.   Í auglýsingu í Vikublaðinu Þey var auglýstur frestur fyrir félagasamtök til að leggja fram styrkbeiðnir. Frestur hefur verið framlengdur og skal beiðni vera lögð fram á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar í síðasta lagi föstudaginn 7. nóvember n.k.  

Kærð framkvæmd samkeppninnar um rafrænt samfélag

Grundarfjarðarbær hefur kært framkvæmd samkeppninnar um rafrænt samfélag til kærunefndar útboðsmála.     Eru m.a. gerðar athugasemdir við breytingar á valmælikvörðum samkeppninnar, sem bitnuðu sérstaklega illa á umsókn og hugmyndum Grundfirðinga um rafrænt samfélag.  Eftir forval sl. vor var umsókn Grundarfjarðarbæjar valin til áframhaldandi þátttöku í samkeppninni.  Umsókn Grundarfjarðarbæjar var byggð á hugmyndavinnu undirbúningshópa sem tryggðu víðtækt samráð við íbúana.     Búst er við að kærunefndin taki málið fyrir innan tíðar.  

Hverfisvæn leið í gegnum Grundarfjörð

Vegagerðin hefur í samvinnu við Verkfræðistofuna VST undanfarin misseri verið að hanna svokallaða hverfisvæna leið í gegnum Grundarfjörð. Tillaga að breyttum umferðamannvirkjum á Grundargötu liggur nú fyrir. Af því tilefni boðar Grundarfjarðarbær til kynningarfundar um ,,hverfisvæna leið í gegnum Grundarfjörð”, mánudaginn 27. október næstkomandi Um er að ræða kynningu á umferðarmannvirkum á Grundargötu s.s. hraðahindrunum, gangbrautum, skiltum o.fl., sem Vegagerðin hyggst bjóða út á næstunni.   Fundurinn er öllum opinn og verður haldinn í samkomuhúsi Grundarfjarðar frá kl. 17:00 – 19:00.