Afmæli bæjardagbókarinnar

29. ágúst sl. var eitt ár liðið síðan fyrsta grein bæjardagbókarinnar birtist á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar. Á því ári sem liðið er hafa birst 184 fréttir.   Senn mun ný heimasíða leysa  núverandi heimasíðu af hólmi. Samið hefur verið við Nepal hugbúnað ehf. í Borgarnesi um hönnun og uppsetningu síðunnar.

Útboð á endurnýjun grjótvarnar milli litlu- og stórubryggju

Hafnarstjórn Grundarfjarðarhafnar og Siglingastofnun munu auglýsa nú um helgina útboð á endurnýjun grjótvarnar milli litlu og stórubryggju. Verkið fellst m.a. í að fjarlægja núverandi grjótvörn, sprengja eða fleyga stallinn fram við núverandi grjótvörn, endurraða grjótvörn og bæta nýju grjóti utan á eldri grjótvörn. Verklok skal verða eigi síðar en 1. desember n.k.  

Veðurathugunarstöð í Grundarfirði

Fyrir nokkrum dögum komu fulltrúar frá Veðurstofu Íslands til Grundarfjarðar til þess að kanna mögulega staðsetningu á sjálfvirkri veðurathugunarstöð til vind- og úrkomumælinga.  Skoðuðu þeir nokkra staði og telja hentugastu staðsetninguna vera á túninu við Grafarbæina.   Fyrirhugað er að stöðin verði sett upp á næstu mánuðum.  

Met aðsókn í sundlaugina

Eins og kom fram í frétt í Vikublaðinu Þey 4. sept. s.l. hefur aðsókn að Sundlaug Grundarfjarðar verið með mesta móti í sumar. Í gær var gestagjöldinn kominn í 9.540.   Í fréttinni kom fram að fjöldinn hafi aldrei farið yfir 8.000 gesti síðan laugin var tekin í notkun. Skýringar á þessari miklu aukningu er ekki síst einstaklega gott veður í sumar. Ennfremur hefur á síðustu árum aðstaða batnað við laugina með tilkomu heitra potta.   Stefnt er að hafa sundlaugin opna fram eftir hausti þannig að enn er möguleiki á að það náist 10.000 gestir. Opið er virka daga frá 16-20 og laugardaga frá 13-17.  

46. Stjórnarfundur

46. stjórnarfundur Eyrbyggja 2. sept 2003  kl 20:00 í Perlunni í Reykjavík.   Viðstaddir: Ásthildur Elva Kristjánsdóttir, Orri Árnason, Guðlaugur Þór Pálsson, Hrafnhildur Pálsdóttir, Bjarni Júlíusson, Hafdís Gísladóttir, Hermann Jóhannesson, Gísli Karel Halldórsson, Elínbjörg Kristjánsdóttir.  

Framtíðarsýn Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Í framhaldi af skrifum í bæjardagbókina 26. ágúst sl. birtist nú frekari fréttir af stöðu undirbúnings stofnunar Fjölbrautarskóla Snæfellinga. Ennfremur má benda á umfjöllun Skessuhornsins frá 15. ágúst sl.   “Fyrsta verkstigi undirbúnings að stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga er nú lokið.  Á fundi í Ólafsvík þann 20. ágúst sl. voru teknar ákvarðanir um tillögu að framtíðarsýn, kennslufræði og námsskipulagi skólans, einnig uppbyggingu og  skilyrðum sem skólahúsnæðið þarf að uppfylla. Þessar tilllögur eru forsenda frekari ákvörðana innan menntamálaráðuneytis og áframhaldandi undirbúnings,  ásamt því að leggja arkitektum skólabyggingar línurnar, en þeir hafa þegar hafið hönnunarvinnuna”.(sjá heimild neðar).

Stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Fyrsta verkstigi undirbúnings að stofnun Fjölbrautaskóla Snæfellinga er nú lokið.  Á fundi í Ólafsvík þann 20. ágúst sl. voru teknar ákvarðanir um tillögu að framtíðarsýn, kennslufræði og námsskipulagi skólans, einnig uppbyggingu og  skilyrðum sem skólahúsnæðið þarf að uppfylla. Þessar tilllögur eru forsenda frekari ákvörðana innan menntamálaráðuneytis og áframhaldandi undirbúnings,  ásamt því að leggja arkitektum skólabyggingar línurnar, en þeir hafa þegar hafið hönnunarvinnuna.   Frekari upplýsingar um undirbúningsvinnu má finna á vef fjölbrautarskólans.  

Skemmtiferðaskip

Til Grundarfjarðar komu í sumar átta skemmtiferðaskip. Um borð í þessum skipum voru um 2.000 gestir og að auki hafa skipurleggjendur móttöku áætlað að starfsmenn hafi verið á bilinu 800-1000.   Móttökunefndin boðar til fundar í sögumiðstöðinni, miðvikudaginn 27. ágúst kl. 20:30 þar sem spjallað verður um hvernig til tókst með móttöku skemmtiferðaskipanna í sumar og áframhaldið fyrir næstu ár.  

Aðalskipulag Grundarfjarðar 2003 - 2015 þéttbýlishluti

Bæjarstjórn Grundarfjarðar auglýsir í dag tillögu að aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015 þéttbýlihluta samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum. Tillagan verður til sýnis á bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30,  frá og með deginum í dag til 12. sept 2003. Athugasemdir ef einhverjar eru, skulu hafa borist umhverfisnefnd Grundarfjarðar í síðasta lagi 26. september 2003. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni.  

Lausar byggingalóðir í Grundarfirði

Byggingafulltrúi auglýsir eftir umsóknumum byggingarrétt fyrir nokkrar byggingarlóðir í Grundarfirði.